Béarnaise

Súpur og sósur

Ekta fín béarnaise sósa (tekið úr DV)

Efni:
250 gr smjör
250 gr smjörlíki
5 eggjarauður
2 eggjahvítur
1 tsk Béarnais-essence
1 tsk kjötkraftur
Extragon framan í teskeið
fersk steinselja, fínsöxuð

Meðhöndlun
Bræðið smjörið og smjörlíkið í potti.
Pískið saman egg, kjötkraft og estragon í vatnsbaði þar til það verður eins og þykk froða.
Bætið smjörinu/smjörlíkinu varlega út í smátt og smátt og pískið á milli, alls ekki of hratt því þá skilur blandan sig.
Blandan verður að vera ylvolg þegar smjörið fer út í því ef hún er of heit eykst hættan á að hún skilji sig.
Salt og vatn úr blöndunni fellur sjálfkrafa á botninn og því mikilvægt að fleyta aðeins ofan af með ausu þegar setja á blönduna í sósukönnu (ekki hella).
Bragðbætið með essence eftir smekk rétt áður en borið er fram og hrærið fínsaxaðri ferskri steinselju saman við.

Sendandi: Ingimar Róbertsson <iar@pjus.is> (25/04/1995)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi