Mc'Call Súkkulaðikaka

Brauð og kökur

Góð með kaffi eða ís og súkkulaðisósu.

Efni:
150 gr. suðusúkkulaði,
1 bolli sjóðandi vatn
2 bollar hveiti,
1/4 tsk. salt
1 tsk matarsódi
100 gr smjör
1 tsk vanilludropar
2 bollar ljós púðursykur
2 egg
1/2 bolli sýrður rjómi
meðalhiti 170°, bökunartími 60-70 mínútur

Meðhöndlun
Súkkulaði er brytjað í skál og sjóðandi vatn hellt útí, hrært og kælt. Hveiti, salt og matarsódi er sigtað saman. Smjör, vanilludr. egg og púðursykur er þeytt vel saman - létt og ljóst - allt að 5 mínútur. Svo er hveiti og sýrðum rjóma blandað varlega samna við, að lokum er súkkulaðiblandan sett kæld útí.
Þetta er gott með kaffi, einnig með ís og súkkulaðisósu. Súkkulaðisósan er búin til með því að hita súkkulaði í potti og þynna með rjóma.


ATH. Ráðlagt er að láta kökuna standa í mótinu í 20-25 mínútur áður en hún ar tekin úr mótinu. Verði þeim að góðu sem nýta sér þessa uppskrift.

Sendandi: Guðrún Björk Einarsdóttir <gbe@heima.is> (30/06/2006)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi