Musli

Sérfæði

börnum finnst þetta frábært, hollt og gott , gott sem nasl, og út í AB mjólk. Gott við hægðatregðu mikið af trefjum.

Efni:
300 gr haframél
50 gr hveitikím
50 gr hveitiklíð
100 gr sesamfræ
50 gr sólblómafræ(má sleppa og setja í á eftir ef vill)
50 gr kókósmél eða spænir (mylja þær aðeins)
100 gr malaðar hnetur
1 dl hunang eða agavesyróp(lítill sykurstuðull)má nota púðursykur
2 dl vatn
2 tsk salt
1 dl olía ekki bragðmikil
1 tsk kanill ef vill

svo má skipta yfir með ýmis korn og fræ eftir smekk.

Meðhöndlun
.
Hunang vatn olía (og sykur ef han er notaður) salt blandað saman og hellt yfir þurrefnin öllum þurrefnum blandað saman í ofnskúffu og velt og klipið saman.
nema rúsínunum sem eru settar í eftir þurkun.

þurkað í 200°C heitum ofni í um 1/2 - 1 klst og hrært í á meðan öðru hvoru og þá myndast smá kögglar ekki samt gott að hafa þá of stóra.Passa vel að þurka þetta vel annars getur þetta skemmst,geymist í krukku.

Sendandi: Oddný Mattadóttir <oddny@mitt.is> (12/07/2006)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi