Grillaðir bananar með rjómasúkkulaði:)
Ábætisréttir
Alveg sérstaklega einfaldir og unaðslega bragðgóðir!!!
Efni:
(Fyrir 4)
4 bananar
Einn pakki af Sirius Rjómasúkkulaði
Álappír utan um allt heila klabbið!
Meðhöndlun
Þið takið bananann (með hýði og öllu) og skerið gat/ræmu yfir allan bananann. Svolítið djúpt en ekki í gegn.
Svo troðið þið súkkulaðinu inní gatið/ræmuna(ca 5 bitar í hvern banana) ... Vefjið svo álpappír utan um bananann og setjið á grillið ... grillið þangað til að bananinn er orðinn vel heitur og súkkulaðið bráðnað!
Sendandi: Birta <birtaros_94@visir.is> (06/08/2006)