Karrý-tómatsúpa

Súpur og sósur

fyrir 4 ,(skemmtilegt bragð)

Efni:
1 laukur
2-3 msk hvítlaukur pressaður
2-4tesk karrý (eftir smekk)
1 dós niðurs. tómatar
4 dl fiskisoð
(eða 2 fiskitengingar í vatni )
1 dós (400gr)feskjur
2 1/2 peli rjómi

Meðhöndlun
Saxaður laukur og marinn hvítlaukurinn er léttsteikt olíu í potti.Karrý stráð yfir.Tómatarnir brytjaðir smátt og settir útí ásamt fiskisoðinu.Látið krauma í 5-10 mín.Feskjurnar skornar í mjög smáa bita eða þær maukaðar í matvinnsluvél,sett útí súpuna ásamt öllum feskjusafanum og rjómanum...suðunni aðeins hleypt upp og að lokum er gott að setja rækjur útí.Borið fram með góðu brauði.

Sendandi: Sjöfn (13/08/2006)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi