Mangókjúklingur

Kjötréttir

Tilvalinn í matarboðið

Efni:
Kjúklingabringur
Mangóchutney
karrý
rjómi

Meðhöndlun
Skerið kjúklingabringurnar í þrennt og látið liggja í mangóchutney og karrý í ca 2 - 3 klst. Steikið á pönnu og bætið einum rjómapela saman við. Látið malla í svolítinn tíma, eða þar til kjúklingur er eldaður í gegn. Smakkið sósuna til og bætið karrý eða mangóchutney saman við eftir smekk.
Þetta er borið fram með góðu salati, hrísgrjónum og nanbrauði.

Sendandi: Belladonna <bella-donna73@hotmail.com> (13/08/2006)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi