Jógúrtkökur

Brauð og kökur

Ilmandi ljúffengar smákökur í muffinsformum

Efni:
5dl hveiti
3dl sykur
220 g smjörlíki/smjör
3egg
1/2tsk. salt
1tsk.vanilludropar
1 bolli karamellujógúrt
100 g súkkulaðispænir.

Meðhöndlun
Hrærið saman sykrinum og smjörlíki
þar til það er létt og ljóst.Bætið
eggjunum saman við,einu og einu. Þá
er hinum efnunum stráð út í og hrært.Látið í pappamót og bakað við
200°c þar til kökurnar eru ljósbrúnar.Takið úr ofninum og stráið súkkulaðispænum yfir.Verði ykkur að góðu!

Sendandi: Björn Rúnarsson (08/09/2006)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi