Fitulítill peru ís

Óskilgreindar uppskriftir

Hentugt fyrir danskakúrs fólk jafnt og okkur hin :)

Efni:
2 perur
125g sýrður rjómi( 10% eða 18%)
Vanillu korn/dropar
Sítrónu safi
Fljótandi sætuefni(má nota síróp í staðin ef þið viljið ekki vera létt:)

Meðhöndlun
Skerið perurnar í litla bita og setjið í pott með loki ásamt svolítið af sítrónu safa. Sjóðið við lágan hita og passa að ekki brenni við. Vanillu og sætuefni bætt við. Kælið og setjið síðan í blandara. Blandið sýrða rjómanum við og setjið í frysti.

Gott að bera framm með bökuðum eplum, smákökum eða bara smá sykruðum rjóma og ávöxtum.

Sendandi: Una <dauna@hotmail.com> (10/10/2006)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi