Banana Ýsa

Fiskréttir

Fiskréttur sem allir ættu að smakka.

Efni:
2 ýsuflök
2 bananar
sætt sinnep
sítrónupipar
rifinn ostur

Meðhöndlun
Roðrífið Ýsuna og skerið í bita
Kryddið með sítrónupipar.
Sinnep sett á hvern bita,
og sneiddir bananar raðaðir ofaná,
rifna ostinum stráð yfir.
Bakist í eldföstu móti þar til osturinn er gullin brúnn.
Frábær réttur gott að hafa með grjónum og hrásalati.
Verði ykkur að góðu.
H.Þ.

Sendandi: Helga Þ (19/10/2006)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi