Djúsí Píta

Kjötréttir

góður kvöldmatur, mjög seðjandi

Efni:
Stór pítubrauð (sem maður fær í bakaríum)
Grænmeti = Gúrkur, tómatar,kínakál og paprikur
Kjúklingabringur = gera ráð fyrir einni á mann.
Handfylli Doritos snakk
Fetaostur að eigin vali
Pítusósa
Salsasósa ef vill
Pastaostur í poka

Meðhöndlun
Steikið kjúklingabringurnar og kryddið með kjúklingakryddi og smá svörtum pipar eftir smekk, skerið í litla teninga.
Skerið brauðin í helminga, Langsum!
pítusósa og salsasósa eftir smekk á hvorn helming,
kjúklingabitana þar ofaná,
saxið grænmetið smátt og blandið muldu doritos og feta samanvið, setjið ofan á kjúklinginn.
stráið Pastaosti ofan á.

hitið í ofni við 150° þangað til osturinn bráðnar og brauðin orðin stökk.


Sendandi: Jóna Birna <jonabirna@mac.com> (22/10/2006)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi