Eggaldin-og Tómatsúpa

Súpur og sósur

Mjög góð og auðveld súpa

Efni:
225,gr, eggaldin
salt
3,msk, matarolía
1, laukur (saxaður)
2, hvítlauksrif(marin)
450,gr, tómatar(afhýddir og saxaðir)
1,msk, tómatkraft
6,dl, grænmetissoð
2, msk, söxuð basilka
2,msk, kaffirjómi

Meðhöndlun
Saxið eggaldin og stráið salti yfir . Látið bíða í hálftíma, skolið og þerrið. Steikjið eggaldinin,lauk og hvítlauk í olíunni í 5, min. Bætið við tómutunum , tómatkrafti og grænmetissoði , sjóðið við vægan hita í 20,min. Maukið og sigtið. Bætið basilkum og rjóma út í og hitið.

Sendandi: Sóley (11/11/2006)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi