Hvítlaukssósa/dressing

Súpur og sósur

Ómissandi fyrir hvítlauksaðdáendur.

Efni:
UPPSKRIFT FYRIR 4/8
3-4 stk. hvítlaukslauf (miðað við þessa litlu venjul.)
150 gr. Sýrður rjómi (18%)
100 gr. Maiones (má vera létt)
1 ms. Sinnep (nota sjálfur alltaf "Dijon" og þá örlítið minna)
1/2 tsk. sykur

Meðhöndlun
Hrærið saman sýrða rjóman, maionesið, sinnepið og sykurinn.
Flysjið hvítlaukslaufin og saxið niður í agnarsmáa bita, má kreysta eða
massa og nota bara safann, en hitt finnst mér betra.
Bætið hvítlauknum saman við og hrærið vel. berið fram kælt.
Hentar vel sem dressing með salati eða bökuðum kartöflum, nú eða bara
öllu eins og ég nota þessa sósu. Nammi namm!!!

ps. Ef afgangur verður af sósunni, (ólíklegt), þá geymist hún ágætlega
í ísskápnum og gott er að hressa hana örlítið við með nokkrum dropum
af sítrónusafa. Verði ykkur að góðu.

Sendandi: Stefán Ragnar <stera@treknet.is> (24/08/1997)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi