Tex Mex Kjúklingasalat.

Kjötréttir

Sterkt en gott.

Efni:
350,gr, steiktur kjúklingur
1-2, rauðir chilepiprar.
4,msk, vinaigrette-salatsósa
1,msk, saxað kóríander
225,gr, kokteiltómatar
salatblöð
1,lárpera
1,rauð paprika
100,gr, maís.

Meðhöndlun
Sneiðið kjúklinginn og setjið á disk. Kjarnhreinsið og saxið chilepiparinn og setjið í salatsósuna ásamt kóríander. Hellið yfir kjúklinginn , breiðið plastfilmu yfir og látið bíða í a,m,k, hálftíma. Setjið salatið á disk látið kjúklinginn ofan á. Skerið kokteiltómatanna í tvennt og setjið ofan á , ásamt lárperu í sneiðum og maís.

Sendandi: Sóley Baldvinsdóttir. <gresi12@msn.cdm> (11/11/2006)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi