heimalagaður ís

Ábætisréttir

auðveldur

Efni:

6 eggjarauður
1 bolli púðursykur
1 tsk. vanilludropar
1/2 l. Rjómi
100 til 300 gr. Toblerone (eða Dajm eða annað súkkulaði).


Meðhöndlun

Eggjarauður, púðursykur og vanilludropar þeytt vel saman.
Rjóminn er þeyttur (ekki alveg stífþeyttur) og súkkulaðið er saxað niður og hrært saman við blönduna með sleif.
Ísinn er síðan settur i álform og inn í frysti.

Sendandi: Linda (24/11/2006)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi