ÍNUKAKA

Brauð og kökur

Kryddkaka með rúsínum (eða kúrenum) uþb 70ára gömul uppskrift, nefnd eftir henni Ínu. mjög góð kryddkaka, bragðmild, ekkert krem, börnin elska hana, helst bökuð í kringlóttu formi með gati.

Efni:
500 gr hveiti
250 gr smjörlíki
375 gr púðurlykur
100 gr kúrenur(rúsínur)
2 egg
1 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk matarsódi
2 tsk lyftiduft
2 dl mjólk

Meðhöndlun
smjör og sykur er vel þeytt. eggjum bætt útí. hrært vel á milli. Þurrefnum blandað saman og þau sigtuð saman við.
þá mjólkin og síðast rúsínurnar.

sett í kringlótt form með gati. eða formkökuform
hiti 150-170
tími ca 60 mín

Sendandi: Steinunn Þorleifsdóttir <sting@mmedia.is> (18/09/1997)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi