Kryddbrauð

Brauð og kökur

Ilmandi kryddbrauð, best nýbakað með smjöri

Efni:
3 bollar hveiti
3 bollar haframjöl
2 bollar sykur
3 tsk kanill
2 1/2 tsk natron
1 tsk lyftiduft
2 tsk kakó
1 tsk engifer
1 tsk negull
3 bollar mjólk

Meðhöndlun
Þurrefni sett í skál og vætt í með mjólkinni. Bakað í aflöngu formi við 180°C í 1 klst.

Sendandi: Nafnlaus (11/12/2006)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi