Karmellutoppar

Smákökur og konfekt

Jólanammi---

Efni:
1,dl, ljóst síróp
1,dl, sykur
1,dl, rjóma
4,dl, kornflögur
1, dl, kokosmjöl

Meðhöndlun
Látið síróp,sykur og rjóma í pottog sjóðið við vægan hita í 10-15,min. Hrærið stöðugt í svo blandan verði eins og sósa. Blandið kornflögum og kokosmjöli saman við . Látið með skeið toppa á smjörpappír eða vel smurða plötu.

Sendandi: Sóley Baldvinsd <sollabal@visir.is> (20/12/2006)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi