Skosk hakksúpa

Súpur og sósur

Matarmikil súpa sem minnir á íslenska kjötsúpu, og þó...

Efni:
500 g kindahakk eða blandað kinda- og nautahakk
1 meðalstór rófa
4-5 gulrætur
¼ hvítkálshaus (eða heldur minna)
Smá smjörlíkisklípa (má eflaust nota olíu)
Vatn
Lamba- eða nautakraftur
Salt og pipar

Meðhöndlun
Brúnið hakkið í smjörlíkinu í frekar stórum potti. Hellið vatni, þannig að vel fljóti yfir. Kryddið eftir smekk. Skrælið (ef þarf) og skerið grænmetið, ekki mjög smátt. Sjóðið þar til grænmetið er orðið mjúkt (en ekki orðið að graut). Smakkið til með meiri krafti/salti/pipar ef þarf. Berist fram með soðnum kartöflum. Ótrúlega gott að stappa - börn háma þetta í sig. Verður enn betra upphitað í annað, svo ekki sé talað um þriðja sinn. Gráupplagt að gera stóran skammt og frysta. Mjög ódýrt - enda skoskt!

Sendandi: Ester Elíasdóttir <ester@ammaruth.is> (30/12/2006)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi