Þorskur með vínberjum

Fiskréttir

Sunnudagsfiskurinn

Efni:
2x500 gr þorskflök
2-3 msk. smjör
salt og nýmalaður pipar
1 1/2 bolli græn vínber (steinlaus) skorin í tvennt
1/3 bolli þurrt hvítvín
1/2 bolli rjómi
1/2 tsk. tarragon (þurrt)

(amerísk bollamál)

Meðhöndlun
1) Ofninn hitaður í 230 C
2) Eldfast fat smurt með smávegis af smjörinu.
3) Flökin (eða þorskbitarnir) settir í fatið, saltið og piprið.
4) Smjörið, hvítvínið og vínberin sett í lítinn pott og soðið við háan hita í 3 mínútur til að mýkja vínberin. Þessu er síðan hellt yfir fiskinn.
5) Fiskurinn bakaður í 12-15 mínútur.
6) Á meðan er rjóminn hitaður í potti ásamt tarragoninu og soðinn niður um þriðjung við lágan til miðlungshita (tekur um 4 mínútur).
7) Þegar fiskurinn er tilbúinn er smávegis af soðinu (í fatinu) blandað saman við rjómann og hrært vel saman við
8) Rjómablöndunni hellt yfir fiskinn og hann borinn strax fram með vínberjunum ofan á.

Sendandi: Anna <anndia@this.is> (03/01/2007)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi