Lundaréttur fyrir 4-5

Kjötréttir

Töluvert atriði að lundinn sé veiddur í Elliðaey-Vestmannaeyjum

Efni:
10 stk. Lundar
1/2 ltr. Rjómi
salt
pipar
villibráðakrydd
2-3 msk.rifsberjasulta eða hlaup
1 stk. Laukur

Meðhöndlun
Kjötið skorið af beinum og látið liggja í mjólk í sólahring. síðan kryddað
vel báðum megin og látið liggja í 2 tíma. Laukur skorinn smátt og brúnaður á +
pönnu. Kjötið þurrsteikt á pönnu við 80° hita í 2 mín. á hvorri hlið.
Rjóma, lauk og sulta hellt yfir, sósan þykkt eftir smekk. Látið krauma
í 15 mín.

Meðlæti: Grjón, kartöflustappa eða hvítlauksbrauð og sallat.

Sendandi: Hlíf Ragnarsdóttir <hairnew@smart.is> (29/09/1997)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi