Síle þorskur

Fiskréttir

Þorskur með chili og hnetusmjöri

Efni:
2x200 gr þorskbitar
2 msk ólívuolía
1 bolli kjúklingasoð
1/4 bolli chilisósa
1 msk. hnetusmjör
2 msk jarðhnetur (muldar)
1 msk límónusafi
1 tsk þurrkaður chilipipar, mulinn (má sleppa)

Meðhöndlun
1) Olían hituð á pönnu, þorskbitarnir steiktir 3-5 mín. á hvorri hlið. Teknir af pönnunni.
2) Kjúklingasoðið og chilisósan sett á pönnuna og suðan látin koma upp. Soðið niður um helming. Tekið af hitanum.
3) Límónusafanum og hnetusmjörinu bætt út í og hrært vel saman við.
4) Sósunni hellt yfir þorskinn, muldum jarðhnetum dreift yfir.

Sendandi: Anna (03/01/2007)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi