Ilmandi eftirhátíðakalkúni

Kjötréttir

Frábær uppskrift fyrir kalkúnaafgangana

Efni:
2 bollar jasmine hrísgrjón

1 bolli kókosmjólk
1/2 bolli kjúklingasoð
1 tsk grænkarríþykkni (green curry paste)
1 msk fisksósa (fish sauce)
2 msk púðursykur
sæt kartafla, soðin og í bitum (1-2 bollar)
kalkúnakjöt, afgangar (ca 2 bollar)
1/4 bolli ferskur kóríander
1/2 rauð paprika, kjarnhreinsuð og þunnt sneidd
1 límóna skorin í þunna báta

Meðhöndlun
1. Hrísgrjónin soðin samkv. leiðbeiningum á pakka.
2. Á meðan er kókosmjólkin, kjúklingasoðið, grænkarríþykknið, fisksósan og púðursykurinn sett í pott, suðan látin koma upp og allt látið sjóða í 2 mín.
3. Kakúnakjötið skorið niður í bita og hitað upp í sósunni (EÐA kalkúninn borinn fram kaldur með heitri sósunni). Söxuðum kóríander dreift yfir sósuna og hún borin fram.
4) Heit hrísgjón borin fram með niðursneiddri paprikunni og límónubátunum.

Sendandi: Anna (04/01/2007)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi