Fiskur í ofni
Fiskréttir
Hátiðarfiskréttur,mjög góður/með soðnum hrísgrjónum og snittubrauði.
Efni:
2-3 ýsuflök
1/4 af blómkáli
3-4 gulrætur
1 græn paprika
5-6 kartöflur
1 dós rjómakrydd ostur(smur)
100 gr.humarostur (smur)
3-4 dl mjólk
Meðhöndlun
Sneiða grænmetið og kartöflur hita á pönnu,setja í eldfast form.
Sneiða fiskinn krydda m/aromat.
Bræða smurostana í mjólkinni,raða fisknum á grænmetið hella rjómablöndunni
yfir strá papriku yfir allt,setja slatta af rifnum osti yfir .
Hafa í ofni 40-60 mínútur
Sendandi: Magga <magga@isholf.is> (08/10/1997)