Svönubrauð

Brauð og kökur

Ótrúlega gott fjölkorna brauð. Fljótlegt, hollt og gerlaust.

Efni:
200 gr hveiti
125 gr heilhveiti
50 gr haframjöl
50 gr sesamfræ
50 gr hveitiklíð
25 gr hveitikím

1/2 lítri súrmjólk
1/2 tsk. natron (matarsódi)
1 tsk. salt
1 msk. púðursykur
4 tsk. lyftiduft

Meðhöndlun
Öllu hrært saman, hnoðað og bakað í 55 mín við 190 gráður.
Álpappír settur yfir síðustu 15 mín.

Sendandi: Ingimar Róbertsson <iar@pjus.is> (09/10/1997)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi