beikonvafður kjúklingur - einfalt en smart

Kjötréttir

kjúklingabringur fylltar með pipar/gráð/smurosti (smekksatriði) og vafðar inn í beikon

Efni:
kjúklingabringur
beikon
ostur að eigin vali, er voða gott með gráðosti og piparosta blandi

tannstönglar

Meðhöndlun
skera vasa í bringurnar, setja ostinn inn í og vefja beikoninu utan um.
Tannstönglarnir eru s.s. til að festa beikonið.
Steikt á pönnu þar til beikonið er orðið flott.
Allt sett í eldfast mót/fat og inn í ofn við 150-180° í 30-40 mín.

flott skorið í smærri hluta sem smáréttur eða með fullt að grænmeti og pestó kúskúsi fyrir djúsí og hollan rétt

Sendandi: tinna <tinnakh@hotmail.com> (02/02/2007)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi