Hádeigisgotterí

Kjötréttir

Geðveikur hádeigismatur fyrir 1

Efni:
2 Sveppir
2 skinkusneiðar
4 pepperonisneiðar
1/3 laukur
rauð paprika eftir smekk
1/2 dl rjómi
1/4 dl pizzasósa eða bara smá sletta
2 ristaðar brauðsneiðar
salt og pipar
pítusósa
ostur

Meðhöndlun
þið takið sveppi, lauk, pariku, skinku og pepperoni og skerið það í bita og skellið á pönnuna og steikið í 3 min upp úr smjöri eða þangað til að þetta sé farið að brúnast.
Hellið því næst pizzasósuni útá og hrærið.
bætið rjómanum út í og kryddið með salti og pipar látið krauma vel í þessu 3-5 mín og hræra vel.
takiði ristaða brauðið og og setjiði pítusósu á það og helliði gumsinu yfir.
gott er að setja ost ofaná verðið ykkur að góðu
p.s mjólk er góð !!!

Sendandi: Jón Ægir <jonni_1987@hotmail.com> (20/02/2007)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi