Leyndarmáls Fiskibollur

Fiskréttir

Mjög góðar

Efni:
1 kg ýsuflök
4 msk kúfaðar kartöflumjöl
1 stór laukur
1 msk salt
1 msk brætt smjör
1 egg
2-3 dl mjólk
1/2 hvítur pipar
olía til steikingar

Meðhöndlun
Hakka fisk og lauk. Mjólk, smjör, egg og krydd er svo bætt út í. Þeytt þar til blandan verður svampkennd og hvít á lit.
Ég set þetta í matarvinnsluvél.

Steikt í olíu við vægan hita.

Sendandi: Beta <beta@skyrr.is> (03/03/2007)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi