Amerískar ''smákökur''
Brauð og kökur
''smákökurnar sem þú kaupir á Suway eru miklu betri heimatilbúnar ;)..
Efni:
230 g smjör
2 dl sykur
4 1/2 dl hveiti
2 egg
2 dl púðursykur
350g súkkulaðidropar (eða brytjað suðusúkkulaði)
1 tsk hjartarsalt
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk salt
Meðhöndlun
1. stilltu ofninn á 190°
Hrærðu smjörinu (alls ekki bræða smjörið, betra að nota smjör en smjörlíki.), sykrinum & púðursykrinum saman, þangað til að þetta er orðið að einhverskonar mauki.
2. Brjótið egg og bætir í hrærið deigið vel. Setjið svo Vanilludropana í.
3. Setjið hveiti, salt & hjartarsalten lítið af hveiti í einu á meðan þú hrærir saman.
4. Setjið súkkulaðidropana í deigið og hrærið.
5. Passaðu að gleyma engu ! Búið til litlar bollur og setjið á plötu,(gleymdu ekki bökunarpappírnum). Þú þarft ekki að búa til kúlulaga bollur, því þetta bráðnar og verður að þunnri köku eins og subway-kökurnar eru.
6. Setjið inn í ofn þangað til kökurnar eru orðnar ljósbrúnar. Raðið svo á grind.
Sendandi: Freydís Halla Friðriksdóttir <freydis_halla@hotmail.com> (03/03/2007)