Frábær fiskur og meðlæti

Fiskréttir

Ofnbakaður fiskur og meðlæti

Efni:
Fiskrétturinn:

Ýsuflök
Sítróna
Salt og svartur pipar
Sinnep
Bananar
Rifinn ostur

Meðlæti 1:

Sætar kartöflur
Gulrætur
Ferskur aspas (lítill)

Meðlæti 2:

Tómatar
Rauðlaukur
Fetaostur í kryddlegi

Meðhöndlun
Fiskrétturinn:

Eldfast mót smurt með ólífuolíu, fiskurinn skorinn í bita og settur í mótið, sítrónusafi kreistur yfir og kryddað með salti og möluðum pipar og smá sinnepi. Bananar skornir í bita og settir yfir, rifni osturinn settur yfir allt. Bakað í ofni.

Meðlæti 1:

Kartöflurnar og gulræturnar afhýddar og skornar í grófa bita. Eldfast mót smurt með ólífuolíu og kartöflurnar, gulræturnar og aspasinn settur í formið og bakað í ofni.

Meðlæti 2:

Tómatarnir skornir í sneiðar og settir í skál, rauðlaukurinn skorinn í tvennt og svo í sneiðar, fetaostinum og kryddleginum hellt yfir, blandað vel saman.

Þetta er svo bara allt borðað saman og þið verðið ekki fyrir vonbrigðum :o)

Sendandi: Halldóra Jóhannsdóttir <mamma@musur.com> (13/03/2007)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi