Æðislegt Kjúklingapasta
Pizzur og pasta
Æðislegt kjúklingapasta með sósu frá Sacla
Efni:
Kjúklingabringur eða lundir
Penne pasta
Sacla vine-ripe tomatoe&mascarpone stir through sósa
kjúklingakrydd frá pottagöldrum
Meðhöndlun
Skerið kjúkling í bita og setjið í skál. Hellið smá olíu yfir til að þekja bitana (notið vandaða ólífu - eða sólblómaolíu) hellið kjúklingakryddinu frá Pottagöldrum yfir og blandið vel (allt í lagi að nota slatta af kryddi).
Steikið á pönnu og slökkvið um leið og stærstu bitarnir eru gegnsteiktir svo kjúklingurinn verði sem mýkstur.
Sjóðið pasta í 10 og 1/2 mínútu (mæli með spelt penne pasta).
Hellið vatninu af og setjið pastað aftur í pottinn ásamt Sacla sósunni, hrærið saman.
Hæfilegt magn af pasta sett á hvern disk og kjúklingabitar yfir.
Þetta er dásamleg samsetning og gott er að hafa hverskyns salat með.
Sirkið út magn kjúklings og pasta eftir fjölda fólks í mat
Sendandi: Alma (17/03/2007)