Salat með BBQ kjúkling

Kjötréttir

Salat með BBQ marineruðum kjúlkingalundum, fyrir tvo.

Efni:
Salat;
1/2 poki af salatblöndu
1/2 box kirsuberja tómatar skornir í tvennt
1/3 gúrka
Nokkrar mini-gulrætur skornar smátt

BBQ Kjúklingur;
Um 400-500 g. kjúklingalundir

Marinering;
Hluti af BBQ wings krydd bréfi
Tómatsósa
Dijon Sinnep
Hunang
Hot sauce

Meðhöndlun
Hreinsa kjúklinginn aðeins en reyna að láta hann halda lunda-löguninni.
Blanda öllu hráefni marineringarinnar saman með pískara, smakkað til eftir smekk.
Setja lundirnar í og helst láta liggja í um 30 mínútur. Steikja í olíu á pönnu og setja smávegis vatn útí til að þynna sósuna, sem síðar fer útá salatið.
Á meðan lundirnar malla má skola og skera niður grænmetið og setja í skál.
Þegar lundirnar eru fulleldaðar þá má taka þær af pönnunni með gaffli og raða fallega á disk. Hella svo vatni útí þykka sósuna svo úr verði meðal þykk sósa eða BBQ dressing.
Má bera fram með muldum flögum.

Sendandi: Halla Guðrún Jónsdóttir <hallagudrun@yahoo.com> (02/04/2007)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi