Skinku rjómapasta

Pizzur og pasta

gott

Efni:
1/2 blaðlaukur 10-15 stk meðalstórir sveppir
Hvítlaukur, 3-4 rif
Skinka, 300-400 gr (skinka í sneiðum eða niðursoðin skinka = cooked ham)
Léttrjómi, 2 pelar
Grænmetisteningar, 2 stk
salt, pipar
vínber to garnish
Pastaslaufur

Meðhöndlun
Skinku rjómapasta
Skera blaðlauk í nokkra bita og sneiða þá í ræmur.
Sneiða sveppi
Merja hvítlauk
Steikja létt á pönnu

Bæta skinkubitum út í.
Hella rjóma yfir.
Mylja grænmetisteninga út í rjómann.
Salta smá og pipra vel.
Láta malla í ca. 10 mín á vægum hita.

Skreyta með vínberjum.

Þegar grænmetið er að steikjast á pönnunni geturðu sett vatnið fyrir pastað á suðu, þá verður þetta allt tilbúið á sama tíma.

Gott að hafa hvítlauksbrauð með þessum rétt.



Sendandi: Linda (23/04/2007)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi