Íslenskt lambakjöt m/indversku ívafi

Kjötréttir

Ferskur og góður karrýréttur m/eplum og bönunum. Meiriháttar góður.

Efni:
5-600 gr. lambakjöt beinlaust
2 tsk. karrý
smjör/olía
2 dl. vatn og 1 teningur kjötkraftur
2 laukar
1 epli
1 stór gulrót
1 banani
salt pipar
2 msk. Mango chutney
1-2 dl. rjómi eða kaffirjómi

Meðhöndlun
Olia hituð með karrýinu, kjötið brúnað. Epli rifið í rifjárni, gulrótin skorin í þunnar sneiðar, laukur skorin smátt. Grænmetið sett útá kjötið ásamt vatni og kjötkrafti. Látið malla í um 30 mín. eða þar til kjötið er orðið meyrt. Að lokum eru bananar sneiddir niður og brúnaðir og settir yfir réttinn.
Borið fram með hrísgrjónum og Mangó chutney sósu.

Sendandi: Halldóra <KH@isfang.is> (23/10/1997)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi