Kássan okkar !

Kjötréttir

Hakkréttur með grænmeti .

Efni:
500 gr Nautahakk 1 bolli söxuð græn paprika, 1/2 bolli saxaður laukur, 1/1 dós niðursoðnir tómatar , 1 bolli hrísgrjón, 1/2 tsk salt, 1 tsk paprikuduft eða 1/4 tsk basil, 1/4 tsk pipar, 200 gr 26% eða brauðostur í sneiðum.

Meðhöndlun
Brúnið hakkið.Blandið síðan papriku,lauk,tómötum,hrísgrjónum og kryddi saman við.Látið krauma undir loki í ca 25 mín,Raðið ostinum yfir og hafið á hita þar til osturinn er bráðinn. Berið fram með fersku grænmeti og grófu brauði eða hvítlauksbrauði ( hitað í ofni)t.d hattings. Þetta er vinsæll réttur hjá öllum aldurshópum.

Sendandi: Steingerður Steindórs <vardib@simnet.is> (17/05/2007)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi