KÓKÓSKÚLUR

Óskilgreindar uppskriftir

kókóskúlur eru nokkurskonar súkkulaðikúlur með kókosmjöli og eru mjög einfaldar í gerð

Efni:
100 g. smjör
2 !/2 dl haframjöl
4 matsk. sykur
2 matsk. kakó
1 matsk. mjólk

Meðhöndlun
Settu smjörið í skál, (það má bræða það í örbylguöfni í 5-10 sek.). Settu hafram-
jölið,sykurinn,kakóið og mjólkina útí, og hnoðaðu þessu saman.Mótaðu kúlur,
og veltu uppúr kókosmjöli. Settu þær í ískápinn í u.þ.b. 30 mín , og þá eru þær
tilbúnar

Sendandi: Marta Sveinbjörnsdóttir <simmi a itn. is> (24/10/1997)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi