endurbætt jólakaka

Brauð og kökur

Mátti til með að laga uppskriftina af "Jólakökunni hennar mömmu"

Efni:
8 dl hveiti
3 tsk lyftiduft
3 dl sykur
125 gr smjör
3 egg
3 dl ab-mjólk
1 dl mjólk
1-2 tsk kardimommudropar
2 dl rúsínur

Meðhöndlun
Allt sem fer í kökuna á að vera við stofuhita.
Sykur, smjör og egg hrært vel saman, þá restinni af vökvanum og þar á eftir eru þurrefnin sigtuð útí og allt hrært saman í ca eina mínútu. Að síðustu er rúsínum bætt í .

Sett í eitt stórt form og bakað við 175°(blástur)í ca þrjú korter á neðstu rim og önnur þrjú í miðjum ofni með álpappír yfir.

Sendandi: Sigrún S. Karlsdóttir <sigrun@sapo.pt> (22/06/2007)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi