Hollt og gott kjúklingasalat

Í toppformi

Kjúklingasalat með fullt af grænmeti

Efni:
2 Kjúklingabringur
1 poki af blönduðu salati eftir smekk
1 paprika
1 rauðlaukur
1 búnt vorlaukar
1 box kirsuberjatómatar
1/2 gúrka
1 mangó eða ferskur ananas
1 pera

Parmesan
Feta ostur
Ólífuolía og hvítt balsamedik

Meðhöndlun
Steikið kjúklingabringurnar á pönnu eða grillið (ef veður leyfir). Kryddið eftir smekk, með salti og pipar og jafnvel einhverju sterku. Skerið í strimla og leyfið kjúklingnum að kólna smá.
Hellið salatinu í skál og skerið allt grænmetið og ávextina smátt og blandið saman. Loks er kjúklingnum bætt útí. Mjög gott er að rífa parmesan yfir eða setja Feta-ost.
Fyrir þá sem vilja er hægt að hella smá olíu og ediki yfir þegar salatið er borið fram.

Í þetta salat má í raun setja hvaða grænmeti og ávexti sem er, allt eftir því hvað er til í ísskápnum.

Sendandi: Hildur Margrét Nielsen <hildurmargret@gmail.com> (18/07/2007)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi