Ekta mömmu vöfflur

Brauð og kökur

Vöffluuppskrift fyrir 4

Efni:
2 egg
1 msk sykur
250gr. hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. kardimommu-
1 tsk. vanilludropar
3-4 dl. mjólk
80gr smjörlíki

Meðhöndlun
Sykur og egg hrært saman. Hluta af þurrefni blandað við og hluta af mjólk þar til allt er komið í hrærigraut. Bræddu smjörlíki hellt varlega útí hrærigrautinn :)

Dropunum bætt svo í lokinn

Smyrjið vöfflujárnið fyrir notkun.

Borðist með kærleika, rabbarasultu, jarðaberjasultu, vanillusósu eða rjóma. Líka gott með ís um helgar..

Sendandi: Hugrún <hugrung@yahoo.se> (03/08/2007)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi