kínverkur hrísgrjónaréttur

Óskilgreindar uppskriftir

kínverskur réttur

Efni:
460g hrísgrjón
3 egg
1/2 tsk salt(eða eftir smekk)
2 grænir vorlaukar,saxaðir
100g hreinsaðir rækjur
100g baunir nýjar eða frystar og þíddar
2 msk. dökk sojasósa
4 msk. olíu

Meðhöndlun
1. þvoið hrísgrjónin vel og setjið þau í pott ásamt vatni svo fljóti vel yfir.
2. látið suðuna koma upp á grjóninum,hrærið einu sinni í og minnkið þá hitann.setið lok á pottinum og sjóðið við hægan hita í 20 mínútur,eða þar til grjónin eru nánast þurr.
3. skolið hrísgrjónin í köldu vatni og hrærið í með gaffli til að losa þau sundur.
4. þeytið eggin létt.hitið 1 msk. af olíu á pönnu.hellið eggið í pönnuna og hrærið rólega með steikingarspaða meðan eggin hlaupa.takið eggjahræruna af pönnunni og setjið í skál
5. hitið aðra msk af olíu og steikið bauninar og rækjunarí 2 mínútur.setið það svo í skál og látið bíða.
6. hitið nú það sem eftir er af olíuni og hellið hrísgrjónum á pönnuna.snöggsteikið til að gegnhiti grjónin,bætið svo eggjahrærunni og rækjublöndunni út í ásamt sojasósu. saltið grjóninn eftir smekk og njótið.

Sendandi: Wei Quan <wei_fallegi@hotmail.com> (04/08/2007)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi