Spagetti Milano

Pizzur og pasta

Rosagóður klikkar ekki, það falla allir fyrir þessum bæði börn og fullorðnir,svo er líka fljótlegt að búa hann til.

Efni:
250 grömm spagetti
200 grömm Bacon
200 grömm sveppir
1 askja paprikusmurostur
250 ml rjómi
1/4 teskeið svartur pipar

Meðhöndlun
spagettið er soðið eftir leiðbeiningum á pakka notið smá salt, sveppirnir sneiddir niður og steiktir, síðan er baconið sneitt í litla bita og steikt, eftir það er paprikusmurosturinn og rjóminn settur á pönnuna og þetta látið samlagast í sósu sem er krydduð með svörtum pipar. Vatnið síað af spagettinu og það sett í skál ásamt baconi og sveppum sósunni hellt yfir og öllu blandað vel saman.
Gott að hafa ristað brauð með þessu.

Sendandi: Bryndís Dagbjartsdóttir <bryndisd@nett.is> (26/10/1997)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi