Pastaréttur a la mamma

Pizzur og pasta

yndislega fljótlegt og gott pasta

Efni:
Pasta, slaufur, skrúfur eða bara hvaða sem er

3-4 pylsur
broccoli eftir smekk
sveppir eftir smekk
3-4 hvítlauksrif
uppáhaldsostur, td hvítlaukssmurostur
mozzarella eða gouda rifinn

Meðhöndlun
Sjóðið pasta. Á meðan skal brytja niður pylsur, broccoli og sveppi og setja á pönnu með olíu. Þetta er steikt þar til mjúkt (broccoli) eða þar til pastað er soðið. Hvítlaukur settur í pressu og dreift yfir pönnuna. Pastað tekið úr pottinum og settí eldfast mót og pönnuinnihaldið yfir. Smurosturinn er bræddur með smá mjólk í litlum potti og hellt yfir. Að lokum er rifna ostinum dreift yfir og mótið sett í ofninn á 200°C í ca 20 mín. Frábært að borða salat og hvítlauksbrauð með. Klikkar aldrei. Hægt að hafa skinku eða hvaða kjöt sem er í staðinn fyrir pylsur. Líka hægt að hafa hvaða grænmeti sem er eiginleg. (papriku, kúrbít, gulrætur annað kál eða hvað sem er.
Verði ykkur að góðu.

Sendandi: mamma (09/11/2007)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi