Kókos- og súkkulaðimuffins

Óskilgreindar uppskriftir

góð

Efni:


2 msk smjör
3 msk sykur
3 msk kakó
2 egg
¾ bolli mjólk
2 bollar hveiti
2 msk lyftiduft
1 bolli kókosmjöl
Smá salt


Meðhöndlun
1. Þeytið smjör og sykur.


2. Bætið kakó og eggjum út í. Hrærið vel.


3. Bætið mjólk og hveiti út í ásamt lyftidufti og salti.


4. Setjið kókosmjölið út í og blandið vel.


5. Setjið í muffinsform.


6. Bakið í heitum ofni í 25 mínútur.

Sendandi: Linda (28/11/2007)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi