heilsusamlegt hafrakex

Sérfæði

geggjað gott! Uppskriftin er fengin frá Sollu á www.himneskt.is

Efni:
2 dl lífræn ólífuolía eða kókosolía
2 dl agave sýróp eða hlynsýróp
1 egg
2 tsk lyftiduft
1 tsk vanilluduft, t.d. frá Himneskri hollustu
1 1/4 b spelt, t.d. gróft & fínt til helminga
1/2 tsk salt
3 1/2 b haframjöl
5-6 msk vatn eða appelsínusafi
1 tsk kanill
1 b rúsínur
3/4 b heslihnetur, gróft saxaðar(sniðugt að setja þær í matvinnsluvélina í smá stund & mala þær þar)

Meðhöndlun
- hitið ofninn í 180°C
- setjið olíu, sýróp, egg & vanillu í blandara & blandið saman
- hellið blöndunni í skál & bætið spelti, lyftidufti & salti útí & hrærið vel saman
- bætið haframjölinu útí & blandið vel saman
- setjið bökunarpappír á bökunarplötu & setjið kökurnar á með því að nota teskeið, gott að ýta létt á með bakhliðinni á teskeiðinni til að gera þær flatari
- bakist við 180 - 200°C í um 12 - 15 mín
TILBRIGÐI
setjið kalt kaffi eða kornkaffi í staðin fyrir vatn/appelsínusafa
sleppið rúsínum & hnetum & setið 70% súkkulaði í staðin.... þá eru þetta orðnar að hollum jólasmákökum...

Sendandi: gagga <rsk89@visir.is> (03/12/2007)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi