Skötuselur í rjómabaði

Fiskréttir

Fljótlegur fiskréttur ( Skötuselur)

Efni:
500 gr Skötuselur
1 stilkur Sellerí
1/2 til 1 paprika
1 til 2 rif hvítlaukur
1/4 rauðlaukur
8 cm púrrulaukur
2 til 3 dl matreiðslurjómi
salt
pipar
karry
tabasco
olia til steikingar

Meðhöndlun
Saxið lauk, papriku og sellerí allt frekar smátt steikið á pönnu smá stund og takið af, steikið fiskinn í 2 til 3 cm sneiðum kryddið með salti, pipar og karrýi. Hellið grænmetinu yfir og síðan rjómanum og látið malla um stund bragðbætið með tabasco Það má bæta meiri papriku í stærri bitum í réttinn eða einhverju öðru eftir smekk í endann á eldunartímanum.

Sendandi: Palmi E <sport@simnet.is> (09/12/2007)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi