Þýsk sveitasúpa

Súpur og sósur

Matarmikil súpa fyrir ca. 6 manns

Efni:
500 gr. hakk
1 lítri vatn
3 stórar gulrætur sneiddar
1 laukur - saxaður
3 teningar kjötkraftur
3 litlar dósir Hunts tómatpúrra (2 garlic og basil, ein hrein)
1 peli matreiðslurjómi

Meðhöndlun
Brúnið hakkið og kryddið að vild.
Svo er þetta allt , nema rjóminn, látið malla saman, líklega í ca. klukkutíma. Rjómanum bætt út í síðast.
Líka gott að bæta pastaskrúfum út í súpuna.

Hægt að útbúa hana daginn áður en á að borða hana, en setjið þá rjómann út í þegar hún er hituð upp.

Borið fram með snittubrauði.

Sendandi: Dæs (02/01/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi