Súkkulaðismjörkrem

Brauð og kökur

Gott krem á súkkulaðiköku

Efni:
300 gr. mjúkt smjör
4 eggjarauður
200 gr. flórsykur
250 gr. Siríus suðusúkkulaði-brætt

Meðhöndlun
Þeyta smjörið þar til það er létt og ljóst.
Bæta eggjarauðunum út í einni í einu og hrært vel á milli.
Flórsykurinn settur út og hrært vel saman.
Bræða súkkulaðið og kæla vel, hella því svo út í kremið og hrært vel.

Þetta er frekar mikið krem. Dugar örugglega á góða skúffuköku.

Sendandi: Dæs (02/01/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi