Spaghettifiskur

Fiskréttir

Góður og mjög fljótlegur fiskréttur.

Efni:
600-800 gr ýsuflök
aromat og pipar
1-2 dósir spaghetti í tómatsósu frá Heinz
ostur
brauðrasp
smjörklípur

Meðhöndlun
Skerið ýsuna í bita og raðið í botninn á elföstu móti. Kryddið með aromati og pipar og dreifið svo spaghettíinu yfir fiskinn.
Dreifið rifnum osti yfir og stráið svo raspinu yfir ostinn.
Setjið smá smjörklípur á nokkrum stöðum yfir réttinn og bakið í ofni í ca. 20-30 mín við 200°c.

Sendandi: Kolbrún N. Þorgilsdóttir <herbert@visir.is> (03/01/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi