Svínakjöt í sataysósu
Kjötréttir
Svínakjöt í satay sósu
Efni:
Svínagúllas
Sataysósa
Kókosmjólk
Matreiðslurjómi
Sveppir
Laukur
Paprika
Smá vatn (ef þú vilt)
Meðhöndlun
Brúnið gúllasið á pönnu.
Blandið sósunni og kókosmjólkinni saman og hellið henni út á gúllasið.
Bætið matreiðslurjóma út í eftir smekk og vatni ef þetta verður of þykkt og líka til að deyfa réttinn ef ykkur finnst þetta of sterkt.
Látið malla í c.a 25 mín.
Bæði er hægt að bæta grænmetinu og lauknum út í í lokinn eða að steikja það sér á pönnu og hafa það með.
Gott er að hafa hrísgrjón,salat og hvítlauksbrauð með þessu.
Njótið vel:)
Sendandi: Ragnheiður <rablo@visir.is> (15/01/2008)