Kjúklingabringur innbakaðar í hveitideig

Kjötréttir

Bráðnar í munni

Efni:
1/2 rauður chili
1 rauðlaukur
4-6 hvítlauksgeirar
sítrónubörkur
sítrónusafi
steinsselja
ólívuolía

Hveitideig
225g hveiti
smá salt
1 eggjarauða
2 tsk kalt vatn
1 egg sundurþeytt til að pensla með

Meðhöndlun
1) Skerið rauðlaukinn í smærri bita og chillið. Takið utan af hvítlauksgeirunum, rífið sítrónubörk. Setjið síðan allt saman í matvinnsluvél, ásamt steinsselju og ólívuolíu.

2) Setjið 4 kjúklingabringur í fat og hellið kryddblöndunni yfir. Látið inn í ísskáp í u.þ.b. 1 klst.

3)Búið til hveitideigið. Sigtið hveiti og salt í hrærivélaskál. Blandið eggjarauðu saman við og vatninu. Hrærið þangað til verður bolla í miðju skálarinnar. Setjið í skál og breiðið yfir með filmu og inn í ísskáp í 30 mín.

4)Takið deigið út og fletjið það út á hveitistráðu borði. Gerið fjóra 20.5cm ferkanta. Setjið svo kjúklingabringurnar á deigið og lokið vel. Penslið síðan með eggjarauðunni. Bakað í ofni á 180° - 200°C í 25-40 mín. Verði ykkur að góðu.

Sendandi: Tinna <tinnamusic8@hotmail.com> (10/02/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi