Karrý Kjúklingur

Kjötréttir

Einfalt og gott

Efni:
Heill kjúklingur.
Peli af rjóma.
Slatti af majónesi.
Karrý eftir smekk.
Brokkólí.
Rasp.
Ostur.

Meðhöndlun
Sjóðið kjúklinginn í 1 klst. Og rífið svo kjötið af beinum. Blandið majónesinu, rjómanum, karrýinu og brokkólíinu saman ásamt kjúklingnum. Setjið í eldfast mót og stráið raspi yfir og svo osti þar yfir. Setjið inn í ofn þar til að osturinn er orðinn fallega gylltur. Borið framm með hrísgrjónum og því sem að þið viljið.

Sendandi: Guðni Karl <gudnikarl@hotmail.com> (15/02/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi